Þessa gómsætu bláberja skyrtertu fengum við frá nema í Myndlistaskólanum í Reykjavík þar sem hún hefur gengið manna á milli.
Botn
- McVities Digestives með dökku súkkulaði, rúmlega hálfur pakki
- 25 g smjör
Myljið kexið og setjið í pott með smjörinu. Hitið þar til að smjörið er bráðnað og hefur blandast vel saman við kexið.
Setjið í botninn á bökuformi.
Skyrblandan
- 1 dós KEA vanilluskyr
- 1 peli rjómi
- 1-2 dropar vanilludropar
Þeytið rjómann og hrærið saman við skyrið ásamt nokkrum skeiðum af bláberjum og vanillu eftir smekk.
Sett ofan á botn.
Kremið
Setjið bláber í pott og sykur eftir smekk, hitið ekki sjóða. (Hér má líka nota bláberjasultu).
Mýkið 2 blöð af matarlími í köldu vatni og leysið síðan upp í bláberjablöndunni.
Dreifið yfir skyrblönduna og kælið.
Skráðu þig á póstlistann okkar með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf með nýjustu vínunum, uppskriftunum og veitingahúsunum.