Andarbringur með balsamiksultuðum lauk

Það er afskaplega gott að hafa smá sætu í meðlætinu með önd en hér fæst hún með því að sulta laukinn í balsamikediki og rauðvíni.

Fyrir fjóra þarf tvær góðar andarbringur. Eldið þær samkvæmt þessum leiðbeiningum hér.

Balsamiksultaður rauðlaukur

  • 2 vænir rauðlaukar
  • 2 msk púðursykur
  • 2 dl rauðvín
  • 1 dl balsamikedik
  • salt og pipar

Saxið laukana. Hitið smá olíu á pönnu og mýkið laukinn ásamt púðursykrinum á miðlungshita í allt að 20 mínútur. Hellið þá rauðvíni og balsamikediki út á pönnuna og sjóðið niður í um korter, eða þar til að vökvinn hefur gufað upp að mestu leyti. Bragðið til með salti og pipar.

Skerið bringurnar niður og berið fram með balsamiksultaða rauðlauknum og góðri kartöflumús með kryddjurtum.

Með þessu er gott að hafa þykkt og eikað vín með smá sætu í ávextinum, t.d. góðan RIoja á borð við Beronia Tempranillo.

Deila.