Riesling Hugel 2011

Riesling-vínið frá Hugel í Alsace í Frakklandi hefur verið með vinsælustu vínunum í flokki betri hvítvína á Íslandi um áratugaskeið enda er mjög sjaldan sem að það klikkar.

Sumarið 2011 fór raunar ekki gæfulega af stað í Alsace, það var svalt og vætusamt alveg fram í ágúst. Þá hitnaði heldur betur í kolunum og við tókum fimm vikur af sjóðandi hita og glampandi sól sem  tryggðu vínbændum afbragðsgóða uppskeru.

Hugel Riesling 2011 er ljóst á lit, angan mild með grænum eplum og sítrus, ekki síst lime, í munni mjög þurrt með spækri sýru, virkilega ferskt. Ungt og aðgengilegt.

Reynið með bleikjum og laxi með sítrónu.

2.797 krónur

Deila.