Kókostrufflur með hvítu súkkulaði og sítrus

Þetta er himneskt og einfalt konfekt þar sem sítrusbörkurinn og kókosmjölið renna saman við hvítt súkkulaðið.

  • 2 dl kókosmjöl
  • 1,25 dl  kókosrjómi (coconut cream)
  • 375 g hvítt súkkulaði
  • 1 1/2 tsk fínrifinn sítrónubörkur
  • 1 1/2 tsk fínrifinn limebörkur

Setjið kókosrjóma, hvítt súkkulaði og rifna börkinn í skál og hitið varlega í vatnsbaði. Hrærið vel í þangað til að súkkulaðið hefur bráðnað og úr er orðin þykk blanda.

Setjið skálina í ísskáp og geymið í að minnsta kosti sex klukkustundir en helst yfir nótt.

Mótið litlar trufflur með teskeið og veltið upp úr kókosmjöli.

Skoðið líka fleiri uppskriftir að einföldu og ljúffengu jólakonfekti með því að smella hér.

Deila.