Reyktur áll með eggjahræru

Reyktur áll og snafs þykir ómissandi á jólaborðið í Danmörku og Svíþjóð, ekki síst á Skáni í Suður-Svíþjóð. Því miður er ekki algengt að maður finni reyktan ál hér í búðum, en ef þið eigið leið um Kastrup eða þekkið einhvern sem fer þar um er tilvalið að kippa með sér pakka eða tveimur af áli. Það þarf ekkert að gera fyrir álinn sjálfan annað en að skera hann í bita og gott er að hafa eggja hræru með. Hitið smá smjör í potti, pískið saman 4-5 egg og 2 dl. af rjóma. Hitið eggjablönduna í pottinum þar til að hún fer að þykkna, saltið, piprið og bætið vænni lúku af fínt söxuðum graslauk saman við. Meira þarf í sjálfu sér ekki að gera.

Fleiri jólauppskriftir má skoða hér.

Deila.