Isole e Olena 2010

Paolo De Marchi er einhver besti víngerðarmaður Toskana og vínin hans frá Isole e Olena eru með þeim stórkostlegustu frá héraðinu ár eftir ár. Ekki þau stærstu, ekki þau kröftugustu, en þau karaktermestu, fínlegustu og sönnustu. Það er ekki verið að hylja vínin með eik eða öðrum viðbótum (þótt eikin sé vissulega til staðar) heldur er vínið og uppruni þess látið njóta sín til fulls.

Chianti Classico vínið frá Isole 2010 er eitthvert hið besta frá upphafi, kvenlegt, elegant: Kirsuberjaávöxtur, brómber, plómur og blómaangan, fast í sér, sýrumikið, þétt og föst tannín, og bragð sem bara endist og endist. Springur út með mat, reynið með allri villibráð, t.d. villigæs, hreindýri en ekki með of sætu meðlæti.

3.650 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.