Súkkulaðikökur eða Brownies eru vinsælar hjá flestum og það sama á við um ís og kaffi. Hví þá ekki að sameina þetta allt í ísköku með Brownies-botni og kaffiís ofan á.
Brownie:
- 200 g dökkt súkkulaði(70%)
- 150 g smjör
- 1 msk ósætt kakó
- 3 egg
- 225 g sykur
Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði. Hrærið egg og sykur saman þangað til lé. Bætið síðan eggjamassanum út í kælt súkkulaðið ásamt kakóinu.
Smyrjið 22 cm smelluform að innan og stráið yfir sykri. Bakið við 180 gráður í 35 mín.
Kaffiís
- 5 dl rjómi
- 4 eggjarauður
- 75 g sykur
- 1 vanillustöng
- 1 dós kaffijógúrt(180 g)
- 2 tsk kaffi
Þeytið vel saman eggjarauður og sykur. Þeytið rjómann í annarri skál og bætið honum síðan varlega saman við eggjamassann. Skerið vanillustöngina í tvennt, skafið kornin úr og bætið við blönduna. Bætið síðan kaffijógúrtinu og kaffinu saman við.
Þegar bakaður súkkulaðibotninn hefur kólnað er ísblöndunni hellt yfir og formið sett í frysti. Geymið í frysti yfir nótt. Takið út að minnsta kosti hálftíma áður en bera á fram þar sem að kakan þarf að þiðna örlítið til að hægt sé að skera hana með góðu móti.