Chateau St. Michelle Indian Wells Cabernet Sauvignon 2010

Rauðvínin frá Washington-ríki í norðvesturhluta Bandaríkjanna eiga það til að falla í skuggann af hinum þekktari vínum Kaliforníu. Það er hins vegar full ástæða til að gefa þessum vínum gaum, þau geta verið glettilega góð en Washington er á svipaðri breiddargráðu og Bordeaux og sumur Valley enn heitari en þar enda langt inni í landi og fjarri hinum kælandi áhrifum Kyrrahafsins.

Vínið er dökkt og djúpt á lit, sultuð sólber og bláber, súkkulaði og dökkristað kaffi í nefi, töluverð vanilla. Silkimjúkt og feitt í munni, þykkur og sætur ávöxtur. Yndislegt vín. Með nautakjöti, gjarnan grilluðu.

3.698 krónur. Góð kaup.

Deila.