Humarpasta með rjómasósu

Humarpasta er hægt að gera á marga vegu. Hér byrjum við á bragðmiklu humarsoði sem síðan er notað í þykka og unaðslega sósu.

Sósan

  • 3  dl hvítvín
  • 2,5 dl rjómi
  • væn skvetta af koníaki eða dökku rommi
  • cayennepipar

Byrjið á því að gera humarsoð.

Setjð humarsoð, koniaki og hvítvín í pott og sjóðið niður um allt að 2/3. Bætið rjómanum saman við og sjóðið niður áfram um ca helming eða þar til að sósan er orðin þykk og fín. Bragðið til með cayennepipar

  • humarhalar
  • steinselja
  • hvítlaukur
  • smjör
  • Tagliatelle (pasta)
  • parmesan

Eldið humarhalana að vild. Steikið, grillið eða eldið í ofni ásamt smjöri, hvítlauk og steinselju.

Sjóðið pasta. Blandið sósunni saman við pastað ásamt fínt saxaðri steinselju, setjið á diska og humarhalana yfir. Berið fram ásamt nýrifnum parmesan.

Hér má finna fleiri uppskriftir að humar.

Hér er tilvalið að hafa gott Chablis með á borð við Domaine Laroche St. Martin.

Deila.