Bláberjamúffur fyrir páskabrönsinn

Þetta eru klassískar bláberjamúffur sem tekur enga stunda að gera. Þær henta vel  á morgunverðarborðið um helgar, sem sparinesti eða í brönsinn.

  • 115  grömm smjör (við stofuhita)
  •  2 dl ( 3/4 bolli) sykur + 1 msk  til að strá yfir
  • 2 egg
  • 1 dl (1/2 bolli) mjólk
  • 1 tsk vanilla
  • 1 msk lyftiduft
  • 5 dl (2 bollar) hveiti
  • 5 dl (2 bollar) bláber

Hrærið saman smjörinu og sykrinum. Bætið eggjunum út í einu í einu . Bætið síðan þurrefnunum saman við.  Þá er mjólkinni og vanilludropunum  blandað út í.  Hrærið bláberjunum varlega saman við.

Setjið í múffuform. Þetta eru cirka 12-14 múffur. Það fer eftir því hvað maður fyllir múffuformin mikið og hversu stór þau eru.

Það er gott að dreifa smá kanil og sykri á toppin á múffunum.

Bakið við 200 gráður í cirka 20-30 mín.

Fleiri hugmyndir fyrir páskabrönsinn má finna hér. 

Deila.