Ólífusósa

Kaldar sósar eru góðar með kjötinu, hvort sem það er grillað, steikt eða eldað í ofni. Í þessari sósu eru það ólífur sem gefa bragðið.

  • 1 dós grænar steinlausar ólífur
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 2 msk majonnes
  • 1 tsk paprika
  • 2  msk balsamikedik eða annað gott vínedik
  • salt og pipar

Saxið ólífurnar fínt. Blandið öllu vel saman. Bragðið til með salti og pipar. Geymið í ísskáp áður en borið er fram. Helst í einhverjar klukkustundir.

Fleiri góðar sósur með kjötinu má finna hér. 

Deila.