Einföld og flott grillsósa

Kaldar grillsósur eru alltaf góðar með kjötinu og þess vegna fiskinum. Það er BBQ-bragð í þessari og hún á því vel við grillkjöt með slíkri sósu. Svo er líka hægt að nota hana með t.d. grilluðum lax og kartöflum.

  • 1 dós sýrður rjómi (18%)
  • 2 msk majonnes
  • 2 msk Hickory Honey BBQ-sósa
  • 2 msk Sweet Chili-sósa
  • 1 lúka fínt saxaður graslaukur
  • 3 pressuð hvítlauksrif
  • salt og pipar

Blandið öllu saman. Best er að láta sósuna standa a.m.k. 1-2 klukkustundir í ísskáp áður en hún er borin fram. Ef ekki gefst tími til þess er líka hægt að bera hana beint fram.

Fullt af fleiri góðum sósum með kjötinu eru hér.

Deila.