Afmæliveislan heldur áfram!

Við höldum afmælisleiknum okkar áfram í tilefni af því að Vínótekið er fjögurra ára um þessar mundir. Á þessum fjórum árum hafa birst  rúmlega  2100 greinar á vefnum okkar eða að meðaltali ein og hálf á dag. Uppskriftir, víndómar, kokteilar og margvíslegar greinar um matar- og vínmenningu, ferðalög og fleira.

Fyrir helgi drógum við út fyrstu tvo vinningshafana og voru það Guðrún Jóhanssdóttir og Jóhanna Dröfn Kristjánsdóttir sem komu upp úr pottinum. Nú er komið að seinni umferð og vinningarnir ekki af lakari taginu. Við viljum þakka ykkur sem fylgist með síðunni fyrir samfylgdina í gegnum árin og ætlum að gefa þrjú vín sem að öll hafa fengið fjóra og hálfa stjörnu í einkunn hjá okkur.

Í fyrsta lagi spænska rauðvínið Beso de Vino Seleccion sem hlaut þessa einkunn fyrir frábært samspil verðs og gæða, einhver bestu kaupin í rauðvíni í vínbúðunum og vín sem var valið „bestu rauðvínskaupin“ hjá okkur árið 2011.

Isole e Olena Chianti Classico er síðan eitt af þeim vínum sem lengi hefur verið í gífurlegu uppáhaldi hjá okkur enda Paolo de Marchi, sem gerir vínið algjör snillingur. Einhver besti Chianti Classico sem er framleiddur.

Loks afbragðsgott hvítvín frá Friuli í norðausturhluta Ítalíu – Venica Collio  Friulano – en Friuli er að öðrum svæðum Ítalíu ólöstuðum besta hvítvínshérað landsins og þetta vín er svo sannarlega í betri kantinum.

Í lok næstu viku drögum við út tvo vinningshafa og fær hver þeirra  þrjár flöskur, þ.e. eina flösku af þessum þremur vínum.

Það er einfalt að vera með. Deildu uppáhaldsuppskriftinni þinni, uppáhaldskökunni eða uppáhaldsvíninu eða kokteilnum úr greinasafninu okkar á Facebook og láttu okkur vita með því að kvitta fyrir hér að neðan.

Ef þú tókst þátt í fyrri umferð leiksins þá ertu ennþá í pottinum! Ef þú deilir annarri grein (eða sömu grein aftur)  og kvittar ertu með tvöfalt!

Munið bara að kvitta með kommenti hérna fyrir neðan þegar að þið eruð búin að deila grein 🙂

VINNINGAHAFAR HAFA NÚ VERIÐ DREGNIR ÚT OG ÞAÐ VORU BJARNI MAGNÚSSON OG SUNNA ÞÓRSDÓTTIR SEM KOMU UPP ÚR POTTINUM AÐ ÞESSU SINNI:

Deila.