Súkkulaðikaka með döðlum

þessi súkkulaðikaka er einstaklega mjúk og góð. Hún er bæði gómsæt  beint  úr ofninum og lika þegar hún hefur kólnað.

  • 200 grömm döðlur
  • 2 dl vatn
  • 1 tsk matarsódi
  • 80 grömm mjúkt smjör
  • 150 grömm flórsykur
  • 2 egg
  • 2 tsk lyftiduft
  • 150 grömm hveiti
  • 35 grömm kakó

Hakkið döðlurnar í litla bita og setjið i pott ásamt vatninu. Leyfið þessu að sjóða upp og takið þá pottin af hellunni. Bætið þá matarsódanum út í og leyfið að standa allavega í 5 mín.

Hrærið saman smjörinu og flórsykrinum og bætið næst  eggjunum saman við einu  í einu.

Sigtið hveitið, lyftiduftið og kakóið saman og blandið við deigið. Blandið loks döðlunum út í.

Helllið deiginu í smurt 26 cm form. Ég set oft smjörpappír á botninn þannig að auðvelt sé að taka kökuna af botninum og setja á kökudisk.

Bakist við 175 gráður í cirka 50-60 mínútur. Leyfið kökunni að kólna í smá tíma áður en hún er tekin úr forminu

Deila.