Sítrónu- og vínmarinering fyrir kjúkling

Þessi marinering hentar ekki síst vel fyrir úrbeinuð kjúklingalæri.

  • 1 dl hvítvín
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • rifinn börkur af 1/2 sítrónu
  • 2 msk púðursykur
  • 1 msk timjan (ferskt, saxað)
  • 1 msk rósmarín (ferskt, saxað)
  • salt og pipar

Blandið öllu saman. Látið kjúklingabitana liggja í marineringunni í a.m.k. eina klukkustund.

Fleiri spennandi kryddlegi fyrir kjúkling má finna hér.

Deila.