Kryddlegin kjúklingaspjót

Krydduð og fín marinering fyrir kjúklingalundir sem eru þræddar upp á grillspjót.

  • 1 dl ólífuolía
  • 3 tsk Sambal Oelek’
  • 2 msk hunang
  • 2 msk sojasósa
  • 3 pressaðir hvítlauksgeirar

Blandið öllu saman. Látið kjúklingalundirnar liggja í kryddleginum í hálftíma hið minnsta, gjarnan lengur. Þræðið upp á grillspjót. Grillið og snúið á 2-3 mínútna fresti þar til að kjötbitarnir eru grillaðir í gegn.

Berið fram t.d. með t.d. Jerúsalem-salati frá Ottolenghi eða góðu kartöflusalati.

Deila.