Grillað lambalæri „Harissa“

Lambakjöt er borðað um allan heim og matreiðsluaðferðirnar eru mjög mismunandi enda er hægt að krydda lambakjötið á ótrúlega marga vegu með góðum árangri. Hér notum við harissa sem er chili-mauk sem er mikið notað í matargerð Maghreb svæðisins í Norður-Afríku, það er Marokkó, Túnis og Alsír. Harissa má finna tilbúið í flestum stórmörkuðum en það er líka hægt að gera sitt eigið harissa.

Harissa

  • 2 dl ólífuolía
  • 1 rauð paprika
  • 8 rauðir chilbelgir
  • 8  hvítlauksgeirar
  • 2 tsk kóríanderfræ
  • 2 tsk cummin
  • 1 tsk kúmen
  • salt

Ristið kóríanderfræ, kúmen og cummin á pönnu þar til að fræin fara að taka á sig lit. Setjið í mortel og myljð.

Skerið chilibelgi í tvennt og fræhreinsið.

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Bragðið til með salti. Geymið í lokuðu íláti í ísskáp.

Lambalæri Harissa

Úrbeinið lambalærið og skerið í „butterfly“. Best er auðvitað að biðja kjötborðið um að gera þetta fyrir sig. Smyrjið harissa-maukinu á lærið. Grillið í um 10 mínútur á hvorri hlið. Leyfið kjötinu að jafna sig í nokkrar mínútur og sneiðið niður.

Berið fram t.d. með tabbouleh couscous, maíssalati og jógúrtsósu með myntu.

Með þessu þarf kröftugt rauðvín, t.d. ástralskan Shiraz s.s. Peter Lehmann Futures Shiraz.

Deila.