Jacob’s Creek Winemaker’s Reserve Chardonnay 2011

Adelaide Hills er líkt og nafnið gefur til kynna víngerðarsvæði í grennd við borgina Adelaide í Suður-Ástralíu. Nánar tiltekið í hlíðum Mount Lofty austur af borginni. Suður-Ástralía er með heitustu vínræktarsvæðum heims en í hæðunum í Adelaide Hills er loftslagið nokkuð svalt (á ástralskan mælikvarða) og þar eru því afbragðs aðstæður fyrir ræktun hvítra þrúgna.

Jacob’s Creek Winemaker’s Reserve Chardonnay er enda ansi ferskt hvítvín af suður-áströlsku að vera. Ferskur, bjartur hitabeltisávöxtur, ananas, ferskjur, sítrus og gul melóna. Eikin er þarna á bak við en mjög mild, smá vanilla. Í munni mjög ferskt með lifandi sýru en jafnframt mýkt.

Reynið með griluðum humar.

2.999 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.