Indverskar kjötbollur

Kjötbollur eru kannski ekki það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar indversk matargerð er annars vegar…

  • 500 g lambahakk
  • 1 lítil lúka fiínsaxaður kóríander
  • 1 tsk cummin
  • 1 tsk kóríanderkrydd
  • 1/2 tsk Garam Masalaa
  • 1/2 tsk chiliflögur
  • 3 msk grísk jógúrt
  • salt og pipar

Blandið öllu vel saman með höndunum. Setjið skálina með kjötblöndunni í ísskáp og geymið.

Þá er komið að þvi að gera sósuna með bollunum. Fyrsta skrefið er að taka saman kryddin sem þarf að nota.

  • 1 tsk cummin
  • 1 tsk paprika
  • 1 tsk engifer
  • 1/2 tsk Cayennepipar

Þá þurfum við næst:

  • 5 hvítlauksgeirar
  • 3 sm bútur af engifer

Setjið hvítlauk og engifer í matvinnsluvél ásamt 2-3 msk af vatni og maukið. Blandið kryddblöndunni saman við. Geymið maukið.

Annað sem þarf í sósuna er:

  • 1 kanilstöng
  • nokkrir negulnaglar (5-6)
  • 1 tsk kardimomma
  • 1 stór laukur, saxaður
  • 1 dós tómatar
  • 1/2 dós grísk jógúrt
  • olía
  • salt og pipar

Hitið olíu á pönnu og setjið kanilstöngina og negulnaglana út á. Blandið saman við olíuna og bætið næst saxaða lauknum og kardimommunni á pönnunni. Brúnið laukinn í 3-4 mínútur. Hellið þá engifer/hvítlauksmaukinu með kryddblöndunni á pönnuna og blandið vel saman við.

Setjið tómatana út á og blandið vel saman. Hrærið jógúrtinu saman við, einni og einni matskeið í einu.

Takið kjötblönduna úr ísskáp og mótið kjötbollur (t.d. með ísskeið) og setjið út á pönnuna. Setjið lok á pönnuna og látið malla á vægum hita í um hálftíma. Leyfið að malla aðeins áfram. Bragðið til með salti og pipar.

Fleiri uppskriftir af indverskum réttum eru hér.

Fleiri uppskriftir af kjötbollum eru hér.

Deila.