Pavlova með karamellusósu

Pavlovur eru alltaf mjög fallegar á borði og því gaman að bera þær fram – fyrir utan hvað þær eru nú góðar. Ég stóðst ekki mátið þegar ég sá þessa uppskrift af karamellusósu en bæði pavlova og karamellusósa eru í afskaplega miklu uppáhaldi hjá mér.

Ég nota alltaf sama botninn þegar að ég geri pavlovuna. Smellið hér til að sjá uppskrift af botninum.

Karamellusósa

  • 1 dl rjómi
  • 0,5 dl sykur
  • 0,5 dl ljóst sýróp
  • 50 gr. smjör

Setjið helminginn af smjörinu, sykurinn og sýrópið í pott og leyfið suðunni að koma upp. Leyfið blöndunni að malla á meðalhita í 10-15 mínútur eða þar til að karamellan fer að þykkna og fær ljósan lit. Bætið að lokum hinum helmingnum af smjörinu saman við og takið af hellunni

Þeytið rjómann, setjið hluta af karamellukreminu á botninn á Pavlovunni, síðan rjómann og að lokum ber og karamellusósu til skreytingar. Ef þið notið ekki alla karamellusósuna er líka tilvalið að nota hana út á ís – þetta er nefnilega ekki síður mögnuð íssósa.

Deila.