Kjúklingur með döðlum og Mascarponesósu

Döðlur, mascarpone og capers mynda spennandi bragðsamsetningu í þessari kjúklingauppskrift.

  • 600 g kjúklingabringur eða læri
  • couscous
  • 100 g Mascarponeostur
  • 2,5 dl rjómi
  • 8 döðlur, saxaðar smátt
  • 2 msk kapers
  • rósmarín
  • smjör

Hitið smjör á pönnu. Veltið döðlum og kapers upp úr smjörinu á pönnunni í 1-2 mínútur. Bætið þá Mascarpone og rjóma út á. Hrærið vel saman og leyfið sósunni að þykkna á vægum hita.

Skerið kjúklingabringur eða læri í tvennt þannig að úr verði þunnar sneiðar. Kryddið með rósmarín. Steikið á báðum hliðum þar til að kjúklingurinn er eldaður í gegn. Saltið og piprið.

Hitið couscous samkvæmt leiðbeiningum.

Setjið couscous á diska og kjúklingabitana ofan á. Hellið sósunni yfir og berið fram.

Morgon

 

Með þessum rétti er gott að hafa örlítið kælt rauðvín frá Beaujolais, t.d. Descombes Morgon

Deila.