Graskersmauk

Þessi uppskrift að graskersmauki er ættuð frá Póllandi og er maukið til dæmis tilvalið meðlæti með hægeldaðri önd.

  • 4,5 kg grasker
  • 1 tsk múskat
  • 1 tsk kanil
  • smjör
  • olía
  • salt og pipar

Graskerið er skorið í stórar sneiðar og fræhreinsað. Olía sett í fat, sneiðarnar ofan á og 1-2 tsk vatn yfir þær. Bakað við 160 gráður í 45 mín, það er ágætt aðð tékka um miðbikið hvort  graskerið sé ekki að bakast frekar en brenna. Tíminn fer eftir þykkt sneiðanna.

Sneiðarnar eru síðan kældar aðeins og flysjaðar. Stappaðar gróft með smá smjöri og smakkað til með kryddinu ásamt salti og pipar. Það á einungis að vera vottur af kanil en ekki yfirþyrmandi kanilbragð og því best að krydda varlega til að byrja með.

 

Deila.