Trapiche Oak Cask Malbec 2011

Malbec er dökk og kröftug þrúga sem er upprunalega frá suðvesturhluta Frakklands en er í dag líklega hvað þekktust fyrir að vera höfuðþrúga argentínskrar víngerðar.

Þetta er dökkt, mikið og töluvert kryddað Malbec-vín frá Trapiche. Í nefinu sæt plómusulta, dökur, sætur berjasafi, lakkrís og vanilla. Mjög þurrt, sýrumikið, samþjappað og kröftugt í munni, lakkrís í lokinn

1.999 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.