Kartöflusalat með grænum baunum

Kartöflur og baunir eru vinsælt hráefni. Ferskar grænar baunir eru vandfundar hér og því notum við frosnar í þessu kartöflusalati. (Ekki nota baunir úr dós). Mælum líka með að nota pancetta, ítalskt beikon sem fæst t.d. í Hagkaup, en það má líka nota venjulegt beikon ef þið finnið það ekki.

  • 1 kg kartöflur
  • 150 g pancetta (eða beikon)
  • 3 dl frosnar grænar baunir
  • 2 skalottulaukar
  • 1 lúka steinselja, söxuð
  • 1 dós sýrður rjómi

Sjóðið kartöflur, leyfið að kólna og skerið í bita.

Skerið pancetta í teninga. Saxið skalottulaukana fínt. Steikið pancetta á pönnu þar til að teningarnir fara að verða stökkir. Bætið þá lauknum út á og steikið með pancetta í um tvær mínútur. Slökkvið á hitanum. Bætið baununum saman við, saltið og piprið. Leyfið að kólna aðeins.

Fleiri uppskriftir að kartöflusalati hér.

Blandið baunablöndunni saman við kartöflurnar og sýrða rjómann. Blandið fínt saxaðri steinseljunni varlega saman við.

Deila.