Fonterutoli Chianti Classico 2011

Fonterutoli eru vín frá Mazzei-fjölskyldunni, einni þekktustu vínfjölskyldu Toskana-héraðsins á Ítalíu. Þau voru fáanleg hér fyrir all nokkrum árum, hurfu því miður af markaðnum en nú er hægt að fagna því að vín frá Fonterutoli eru farin að birtast í hillunum á nýjan leik. Hér er Chianti Classico-vínið.

Nokkuð djúpur, fjólublár litur. Dökkur berjasafi, plómur, austurlensk krydd og kryddjurtir í nefi, blóðberg, blek vottur af reyk. Þurrt, þykkt, kröftug og nokkuð mikil tannín, góð sýra. Þetta er vín fyrir allan góðan ítalskan mat, hvort sem er t.d. pastasósur með kjöti, Fiorentina-steik eða ostum.

3.499 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.