Apothic Red 2012

Apothic Red er rauðvín sem er kalifornískt út í fingurgómana. Nútímalegt, mjúkt, með sætum og kröftugum ávexti. Að vissu leyti vín sem er gert með þá í huga sem ekki eru vanir að drekka rauðvín eða heillast ekki af mjög þurrum, sýrumiklum og tannískum vínum.   Þetta er blanda úr all nokkrum þrúgum, Zinfandel, Cabernet, Merlot og Syrah en það er Zinfandel sem þarna ræður ferðinni.

Dökkt á lit og dökkur ávöxtur í nefi,  sultuð ber, sykruð, steikt gul epli, mjög þroskuð kirsuber, súkkulaði, kaffi, ágengt en afskaplega mjúkt og þykkt. Reynið t.d. með grillkjöti og kröftugri BBQ-sósu.

2.199 krónur.

Deila.