Altano Quinta do Altaide Organic 2011

Quinta do Altaide er einnar ekru vín frá Douro-dalnum í Portúgal, lífrænt ræktað. Þrúgan sem er notuð í vínið heitir Touriga Nacional og er sú athyglisverðasta og besta af mörgum spennandi þrúgum sem finna má í Portúgal.

Dökkt og djúpt á lit, angan þroskuð, ávöxturinn heitur, sólríkur og allt að því þurrkaður. Plómur, krækiber, ferskjur, mild eik og örlítið kryddað, ferskar kryddjurtir. lavender. Þykkt, kröftug, mjúk tannín, mikil dýpt í ávextinum.

2.497 krónur. Frábær kaup.

Deila.