Nederburg Manor House Cabernet Sauvignon 2011

Nederburg er eitt af sögufrægu vínhúsum Höfðasvæðisins í Suður-Afríku og með glæsilegustu „chateau“-um þess svæðis. Í dag er þetta stórt vínfyrirtæki með breiða línu og eru vínin í Manor House-línunni með þeim betri.

2011 er töluvert frábrugðið 2010. Mun franskara, Bordeaux-legra í stílnum. Hófstilltara, fágaðra, Þarna er sedrusviður, reykur og þurr sólber í nefi, langt, djúpt en jafnframt fínlegt og silkimjúkt í munni, með flauelsmjúkum tannínum. Mun halda áfram að batna í 1-2 ár en virkilega gott núna.

2.698 krónur. Frábær kaup.

Deila.