Montes Cabernet Sauvignon Reserve 2013

Það þarf líklega ekki að kynna Montes fyrir mörgum íslenskum vínunnendum. Vínin frá þessu spennandi vínhúsi hafa notið vinsælda eiginlega allt frá því að þau bárust hingað fyrst, þegar Montes var agnarlítið, óþekkt og nýstofnað vínhús fyrir um tveimur áratugum. Nú er þetta með rómuðustu vínhúsum Chile og Aurelio Montes einn virtasti víngerðarmaður Suður-Ameríku. Hann kom hingað til lands á sínum tíma og við ræddum við hann um vínhúsið og víngerð í Chile. Þið getið horft á upptöku af því viðtali hér.

Montes Cabernet Sauvignon Reserve er dæmigert Montes-vín. Á móti manni tekur bjartur berjaávöxtur, sæt bláberog sólber, sem fléttast inn í mokkaangan og sæta vanillu. Mjúk og flott tannín í munni, ávöxturinn þykkur og safaríkur.

1.999 krónur. Frábær kaup.

Deila.