Montes Alpha Chardonnay 2012

Þrúgurnar sem notaðar eru í Montes Alpha Chardonnay eru ræktaðar í vínhéraði sem heitir Casablanca og er rétt norður af Santiago, höfuðborg Chile. Eitt helsta einkenni Casablanca er nálægðin við Kyrrahafið og svalt sjávarloftið  leggst yfir ekrurnar á nóttunni og kælir niður þrúgurnar. Slíkar aðstæður, sem einnig má finna m.a. í Kaliforníu, tryggja ferskleikann í þrúgunum og eru þetta tilvaldar aðstæður fyrir ræktun hágæða hvítvína.

Þetta er töluvert stórt og mikið hvítvín, angan af ferskjum, suðrænum ávöxtum ananas, smjörkennt og feitt, eikin er áberandi, smá reykur, smá púður, vanilla. Í munni þykkt, rjómakennt. Vín fyrir grillaðan humar, þess vegna grillaðan eða ofnbakaðan kjúkling.

2.998 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.