Adobe Syrah Reserva 2013

Vínhúsið Emiliana í Chile sem að framleiðir Adobe-línuna er einn stærsti framleiðandi lífrænna vína í heiminum og þar er að auki stundaður lífefldur eða “biodynamic” landbúnaður.

Syrah er þrúga sem alltaf er að koma betur og betur í ljós hversu vel hentar aðstæðum í Chile. Þetta rauðvín er gert úr þrúgum frá Rapel sem er stórsvæði er nær til Colchagua og Calchapoal í miðdalnum suður af Santiago.

Vínið er dökkt, þroskuð kirsuber og bláber í nefi, þarna er líka smá dökkristað kaffi og örlítill vottur af myntu. Þykkt og mjúkt í munni, kryddað, svolítið heitt, tannsískt. Vel gert og á mjög góðu verði, það hefur lækkað um tæpar tvö hundruð krónur í verði síðustu misseri og hlutfall verðs og gæða tryggja víninu hálfa auka stjörnu.

1.999 krónur. Frábær kaup.

Deila.