Montes Merlot Reserva 2013

Merlot er ásamt Cabernet Sauvignon ein af meginþrúgum allra Bordeaux-vína og nýtur þar að auki mikilla vinsælda í víngerðarhéruðum um allan heim. Þetta vín kemur frá framleiðendanum Montes í Chile.

Fallegur dökkur litur, út í fjólublátt. Angan af kirsuberjum,  rifsberjum, bláberjasultu og súkkulaði. Nokkuð eikað, mokkatónar og örlítill vottur af kókos. Þykkt og mjúkt í munni með sætum og krydduðum ávexti. Flott grillvín, vín sem gefur ansi hreint mikið fyrir peninginn sem endurspeglast í einkunnagjöfinni.

1.999 krónur. Frábær kaup.

Deila.