Gerard Bertrand framleiðir vín víða í Languedoc í Suður-Frakklandi og í Réserve Spéciale línunni eru einkenni einstakra þrúgna dregin fram.
Þetta Chardonnay-vín er afskaplega ferskt og bjart, sítrus, sítrónur og greip, gul epli, nokkur eik, örlítið ristuð, Í munni ferskt, suðrænt, ágætlega langt, sumarlegt vín.
2.369 krónur. Mjög góð kaup.