Það er mörgum sem að finnst ómissandi að fá sér hvítlauks-naan með indverskum mat. Það er hægur leikur að grilla naan-brauð. Við notum sömu grunnuppskrift og fyrir píta-brauðin:
- 5 dl hveiti eða spelt (og auka til að hnoða)
- 2 dl volgt vatn
- 1/2 bréf þurrger
- 1/2 tsk salt
- 1/2 tsk sykur
- 1 msk olía
Hrærið gerið, sykur, oliu og salt saman við volgt vatn og leyfið að standa í 5-10 mínútur eða þar til að vatnið fer að “freyða”. Hrærið gerblönduna og hveitið vel saman. Leyfið deiginu að hefa sig í 2-3 klukkustundir.
Setjið hveiti á vinnuflötinn og hnoðið deigið hressilega. Skerið í 4-6 bita og hnoðið hvern bita fyrir sig í kúllu. Leyfið kúlunum að standa undir viskustykki í smá stund og hefa sig upp aftur.
Fletjið kúlurnar út í flatböku með því að þrýsta á þær með höndunum.
Bræðið 50 g af smjöri. Bætið 2-3 matskeiðum af rifnum hvítlauk út í ásamt klípu af sjávarsalti. Penslið aðra hliðina á brauðunum og byrjið á því að grilla hana. Penslið smjöri og hvítlauk á hina hliðina áður en að þið snúið við. Penslið loks smá smjöri á brauðin áður en að þið takið þau af.
Aðra útgáfu af naan með hvítlauk og kóríander sem bökuð er í ofni finnið þið með því að smella hér.