Willm Pinot Gris Réserve 2014

Vínhúsið Willm er á vínleiðinni eða Route du vin á milli Strassborgar og Colmar í Alsace í Frakklandi, nánar tiltekið í smábænum Barr. Willm-fjölskyldan, sem þá rak veitingahús í Barr, stofnaði víngerðina 1896 og náði fljótt undraverðum árangri í útflutningi.

Þetta er ferskt og þægilegt hvítvín úr þrúgunni Pinot Gris, sem margir þekkja undir ítalska heitinu Pinot Grigio. Sítrus, sæt melóna, einfalt, ungt og afskaplega þægilegt, Smá sæta í ávextinum. Flottur fordrykkur eða með hvítum fiski.

2.699 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.