Calmel Joseph Syrah 2013

CJ-Villa-Blanche-SyrahCalmel & Joseph er lítið og spennandi vínhús í bænum Carcassonne þar sem víngerðarmennirnir Lauren Calmel og Jerome Joseph gera vín úr þrúgum sem þeir kaupa frá nokkrum af helstu svæðum Languedoc-Roussillon.

Þetta Syrah-vín er flokkað sem IGP Pays d’Oc. Ungt, í nefi bláber, kirsuber, mild krydd, svolítið skarpt í munni, sýrumikið. Létt og glaðlegt, færir með sér suður-franskt sumar. Gott að bera fram örlítið kælt, en ekki kalt. Með ljósu kjöti og ostum.

2.499 krónur. Mjög góð kaup.

70%
Awesome
  • vinotek.is
    7
Deila.