Portvínin – fyrir súkkulaði og osta

Jólin eru sá ´timi sem að mörgum finnst ómissandi að eiga góða flösku af portvíni opna. Enda eru portvínin ýmsum kostum gædd sem henta vel á þessum árstíma. Þau ylja vel, það má geyma flöskuna lengi eftir opnun, þau eru frábær með mörgum eftirréttum, og ostum og smá skvetta getur gert kraftaverk fyrir sósur. Styrkt vín á borð við portvín eru líka nánast einu vínin sem passa vel við og ráða við rétti með miklu súkkulaði.

En hvað eru portvín? Í stuttu máli þá eru þetta vín frá vínhéraðinu Douro í Portúgal rétt ofan við borgina Oporto. Fyrsta skrefið við portvínsgerðina er að gera rauðvín og raunar eru rauðvínin frá Douro að verða stöðugt vinsælli. En það er ekki nóg að gera rauðvin – vínið verður ekki portvín fyrr en að það hefur verið styrkt með spíra í 20% og geymt í einhver ár, á flösku og/eða tunnu.

Ein­föld­ustu portvín­in eru köll­uð Ru­by og oft hafa þau ekki ver­ið geymd leng­ur en ár á tunnu. Þau eru yf­ir­leitt ódýr og ávöxt­ur­inn er enn ríkj­andi í bragði þeirra auk þess sem áfeng­ið hef­ur ekki runn­ið mik­ið sam­an við vín­ið. Sé vín­ið geymt í nokk­ur ár í við­bót á tunnu er það kall­að Fine Old Ru­by eða jafn­vel Vin­ta­ge Charact­er Port.

Eft­ir því sem vín­ið er geymt leng­ur á tunnu breyt­ir það um lit, rauði lit­ur­inn tek­ur á sig brúna tóna og ávöxt­ur­inn vík­ur fyr­ir hnet­um og möndl­um. Þessi púrtvín eru köll­uð Tawny með vís­un í lit­ar­hátt þeirra. Skil­yrði fyr­ir því að portvín megi skil­greina sem Tawny er að það hafi ein­ung­is ver­ið lát­ið þroskast á eik­artunn­um.

Portvín, sem eru tek­in af tunnu eft­ir fjög­ur til sex ár og sett á flösku, eru köll­uð La­te Bottled Vin­ta­ge Port eða LBV. Þau eru mun ódýr­ari og jafn­framt minni vín og þurfa ekki lengri ­geymslu áð­ur en þeirra er neytt. Yfir­leitt eru mjög góð kaup í LBV-vín­um frá virtu portvíns­húsi.

Tawny-púrtvín frá ein­um til­tekn­um ár­gangi eru köll­uð Col­he­it­as og eru þeg­ar vel læt­ur með ljúf­feng­ustu púrtvín­um sem hægt er að finna

img_3207Bestu ár­in eru af­bragðsvín tek­in af tunnu eft­ir tvö ár og sett á flösk­ur. Þetta eru yf­ir­leitt dýr­ustu portvín­in og eru köll­uð ár­gangsportvín eða vin­ta­ge port, þar sem um vín frá til­tekn­um ár­gangi er að ræða en ekki blöndu.

Það er hægt að fá ágætis portvín í flestum flokkum hér. Porvínshús sem flestir þekkja er Sandeman’s sem auðþekkjanleg eru vegna skikkjuklædda mannsins á flöskumiðanum sem hefur verið tákn Sandeman um aldabil. Flest þekktu portvínshúsin bera ættanöfn stofnenda og oft eru þetta engisaxnesk nöfn eins og Sandeman’s, Graham’s, Taylor’s og Cockburn’s en líka portgúgölsk eins og Fonseca, svo nefnd séu önnur frábær portvínshús sem hér má yfirleitt nálgast.

Eldri Tawny- tíu ára –  erhægt að fá til dæmis frá Graham’s og Taylor’s og sömuleiðis eru til fín Late Bottled Vintage vín frá Graham’s og Osborne.

Það hefur hins vegar farið lítið fyrir góðum árgangs-portvínum í vínbúðunum síðustu ár. Eitt alveg hreint frábært er þó til sem er 2000 árgangurinn frá Fonseca.

Nánar um portvín má lesa í þessari grein hér. 

Deila.