Bökur eru alltaf vinsælar í saumaklúbbnum, afmælis- eða fermingarveislunni og afskaplega fljótlegar að útbúa eins og þessi girnilega Tacobaka.
Bökuskálin
- 150 gr. smjör, kalt beint úr ísskápnum
- 3 dl hveiti
- smá vatn ef þarf
Hnoðið saman smjör og hveiti með höndunum þar til það verður að deigi. Metið hvort bæta þurfi smá vatni við, það er stundum óþarft ef deigið er nægilega blautt. Fletjið út og setjið í bökuform. Geymið í ísskáp í um 30 mínútur eða í frysti í 5 mínútur.
Fyllingin:
- 500 g nautahakk
- 1 laukur, saxaður
- 1 pakki tacokrydd
- 1 dós sýrður rjómi 18%
- tómatur, skorinn í sneiðar
- rifinn ostur
Hitið ofninn i 200 gráður. Setjið bökuformið með deiginu inn í ofninn og foreldið í um 10 mínútur.
Hitið olíu á pönnu og mýkið laukinn í nokkrar mínútur. Bætið nautahakkinu við og brúnið þar til að það hefur tekið á sig lit. Blandið þá tacokryddinu saman við. Setjið nautahakkið í bökuformið. Smyrjið sýrða rjómanum yfir. Raðið tómatasneiðunum ofan á og sáldrið loks rifnum osti yfir.
Bakið i um 40 mínútur.
Fleiri girnilegar bökur finnið þið með því að smella hér.