El Coto Crianza 2012

IMG_1460El Coto hefur á nokkrum áratugum skipað sér sess sem eitt af „klassísku“ spænsku Rioja-vínunum og þetta er það vínhús sem selur hvað mest af Rioja-vínum á Spáni.

Crianza er auðvitað til marks um að hér er á ferð eitt af yngri vínunum frá Coto áður en við komum að þyngri og eikarlegnari Reserva og Gran Reserva-vínum. En þetta er með betri Crianza-vínum síðustu árin frá Coto. Ávöxturinn einkennist af rauðum berjum, skógarberjum og kirsuberjum, hefur allt að því pinot noir-legan elegans, ekki síst ef vínið fær að anda aðeins, en síðan kemur eikin og fullvissar mann um að þetta sé nú Rioja, Kaffi og súkkulaði bætast við ásamt sætum kryddum. Vínið hefur fína lengd og mjög góðan balans. Virkilega flott Crianza.

80%

1.999 krónur. Frábær kaup á þessu verði. Þetta er besta Crianzan frá Coto í all nokkurn tíma sem vegna hlutfalls verð og gæða lyftir víninu upp um hálfa stjörnu frá síðasta árgangi.

  • 8
Deila.