Pazo Senorans Albarino 2014

img_2235Hátt í tvö hundruð vínhús, flest þeirra smá, er að finna í vínhéraðinu Rias Baixas í Galisíu á Spáni og að öðrum ólöstuðum er vínhúsið Pazo de Senorans fremst meðal jafningja. Hvergi eru þó gerð eins unaðsleg Albarino-vín og í þessu litla vínhúsi í Vilanova, skammt frá borginni Pontevedre.

Fölgult á lit, í nefi blómaangan í bland við ávexti, frá ferskjum og eplum yfir í suðrænni ávexti á borð við mangó, það, það breiðir vel úr sér jafnt í nefi sem munni, hefur míneralíska skerpu, flotta og skarpa sýru, góða lengd. Magnað matarvín.

Við heimsóttum Pazo Senorans á síðast ári og má lesa nánar um vínhúsið og héraðið með því að smella hér.

 

90%

2.990 krónur. Frábær kaup. Vín fyrir hágæða sjávarfang.

  • 9
Deila.