De Martino Carmenere 347 Vineyards Reserva 2014

img_2712Í byrjun aldarinnar gerði vínhúsið De Martino í Chile mikla leit að bestu ekrunum til að rækta nokkrar meginþrúgur. Alls voru gerðar tilraunir á 347 ekrum en þegar upp var staðið var ákveðið að nota þrúgur af þremur  fyrir Carmenere og eru þær í Maipo, Cachapoal og Maule.

Þetta er líka flottur Carmenere, heitur, kryddaður ávöxtur í nefi, sólber, negull, haustlauf, mjúkt, fínlegt og elegant.

80%

2.415 krónur. Mjög góð kaup.

  • 8
Deila.