Duckhorn Chardonnay 2013

img_2707Duckhorn er vínhús í Napa sem i fyrstu vakti athygli fyrir eitt besta Merlot-vín svæðisins. Það eru hins vegar fleiri franskar þrúgur sem njóta sín hjá Duckhorn og hér er ljómandi fínn Chardonnay.

Ljósgulur litur, ávöxturinn í nefi þykkur, þroskaður, út í þurrkaðan ávöxt, fíkjur, sítrus og perur. Eikin rennur vel saman við, vanillustöng, þykkt, nokkuð sýrumikið og langt.

90%

4.477 krónur. Mjög góð kaup.

  • 9
Deila.