Willm Pinot Gris 2015

img_3334Vínhúsið Willm er á vínleiðinni eða Route du vin á milli Strassborgar og Colmar í Alsace í Frakklandi, nánar tiltekið í smábænum Barr. Willm-fjölskyldan, sem þá rak veitingahús í Barr, stofnaði víngerðina 1896 og náði fljótt undraverðum árangri í útflutningi.

2015 árgangurinn af þessu vín er prýðisgóður, jafnvel fantagóður eins og árgangurinn í heild. Vínið er ljóst, ungt með þykkum sætum ferskjuávexti, þroskuðum perum og miklum sítrus, unaðslegt vín með frábæru samspili af ferskri sýru og sætum ávexti, þótt þurrt sé.

90%

2.499 krónur. Frábær kaup. Ekki spillir fyrir að vínið er 200 krónum ódýrara frá því að við fjölluðum um síðasta árgang.

  • 9
Deila.