Duckhorn Napa Valley Cabernet Sauvignon 2012

img_3356 Vínhúsið Duckhorn í Napa-dalnum í Kaliforníu sem kom sér fyrst á radarinn með því að leggja áherslu á Merlot og gera það betur heldur en flestir aðrir sveitungar þeirra. Hér er það hins vegar „hin“ Bordeaux-þrúgan Cabernet Sauvignon sem að Duckhorn-menn eru ekki síður lagnir við að útfæra.

Svarblátt á lit, svartur berjaávöxtur, sólber, krækiber, ávöxturinn þroskaður, heitur, þarna er all nokkur eik, ung, vanilla og mildir kaffitónar, svolítið míneralískt g kryddað, vínið er kröftugt, enn mjög ungt, ljúffengt nú þegar en þetta er vín sem mun gefa enn meira eftir nokkur ár. Umhellið.

 

100%

6.917 krónur. Mjög góð kaup. Með villibráð eða bragðmiklu nautakjöti.

  • 10
Deila.