Aloxe-Corton er eitt af þorpunum á Cotes-de-Beaune svæðinu í Búrgund, kennt við þekktustu ekru svæðisins, sjálfa Corton-hæðina. Þetta er líka heimabær Latour-fjölskyldunnar, sem hefur verið með helstu négociants eða vínmiðlurum svæðisins síðust aldirnar.
Vínið er enn ungt en þó farið að sýna örlítinn byrjandi þroska í litnum, í nefi tær angan af skógarberjum og kirsuberjum, svolítið kryddað, smá lakkrís og míneralískt, ferskt og lifandi, tannískt.
80%
5.999 krónur. Með ljósu kjöti.
-
8