Tyrkisk Peber ís

Fyrir þá sem elska lakkrís þá ætti þessi ís að vera við hæfi. Tyrkis Peber virðist vera nýjasta æðið núna en þetta finnska sælgæti sem heitir Turkinpippuri á frummælinu nýtur nú mikilla vinsælda. Prófaði að setja það í ís og það kom svona líka vel út.  Þessi ísréttur gæti ekki verið auðveldari að gera, það tekur ekki margar mínútur að setja hann saman.

  • 5 eggjarauður
  • 1 dl sykur
  • 1 dl púðursykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • ½ lítri rjómi
  • 75 grömm mulinn Tyrkisk Peber

Pískið sykur, púðursykur og eggjarauður vel saman. Þeytið rjómann og bætið honum út í ásamt vanilludropunum. Myljið Tyrkisk Peber-brjóstsykursmolanna annaðhvort í matvinnsluvél eða með því að setja hann í ziplock poka og mylja með því að renna kökukefli yfir.

Setjið í form og frystið

Deila.