Montes Pinot Noir Limited Selection 2015

Víngerðarmenn í Chile hafa sýnt á síðustu árum að þeir hafa náð ansi hreint góðum tökum á þrúgunni Pinot Noir og fjölmörg svæði þar sem að þessu duttlungafulla þrúga þrífst bara ansi hreint vel. Aurelio Montes, sem er líklega að öðrum ólöstuðum einn merkilegasti víngerðarmaður Suður-Ameríku síðustu áratugina hefur ræktað vínviðinn sem notaður er í þetta vín á svæðinu í Aconcagua-dalnum sem er hvað næst Kyrrahafinu. Þetta er elegant og flottur Pinot Noir, dökkrauður á lit með angan af mjög þroskuðum kirsuberum, tóbakslaufum og sætum sedrusvið. Þetta er „heitur“ Pinot Noir en jafntframt fágaður, eikin er áberandi en ekki yfirþyrmandi og gefur sætan og kryddaðan keim. Virkilega flott  vín.

90%

2.398 krónur. Frábær kaup.

  • 9
Deila.