Nederburg The Manor House Sauvignon Blanc 2017

Uppskeran á vínekrunum á suðurhveli jarðar átti sér stað í byrjun ársins og þetta suður-afríska hvítvín frá hinum sögufræga vínhúsi Nederburg er með fyrstu vínum sem við sjáum hér af 2017-árganginum og því eins og gefur að skilja afar ungt og ferskt.

Vínið er fölt á lit út í fölgrænt, sætur og suðrænn ávöxtur, límóna og límónubörkur, kantalópumelónur, lychee, nokkuð grösugt, þægilega þurrt og ferskt með góðri sýru.

80%

2.499 krónur. Frábær kaup.

  • 8
Deila.