Clacson Sauvignon Blanc 2016

Svona úr fjarlægð virðist þetta vera vín frá fjarlægum álfum, nafnið og hönnun flöskumiðans vekur upp þannig hughrif. Þegar maður fer að rýna betur í þetta kemur hins vegar í ljós að hér er á ferðinni rammfranskur Sauvignon Blanc – Pays d’Oc nánar tiltekið eða frá Miðjarðarhafssvæðinu Languedoc.

Fölgulur litur, fersk angan, ferskjur og blóm, greipbörkur, grösugt, ferskt og skarpt í munni. Ansi sumarlegt og snoturt vín.

70%

1.999 krónur. Mjög góð kaup. Með t.d. austurlenskum réttum.

  • 7
Deila.