Corte Giara Allegrini Prosecco Millemisato Dry

Corte Giara er samstarfsverkefni Allegrini-fjölskyldunnar í Veneto við hóp vínræktenda víða um héraðið og eru vín í léttum og nútímalegum stíl, jafnvel úr alþjóðlegum þrúgum, framleidd undir merkjum Corte Giara. Í þessu freyðivíni eru það ´vinræktendur á Prosecco-svæðinu aðeins austur af heimaslóðum Allegrini í Valpolicella sem koma við sögu.

Þetta er milt og þægilegt Prosecco. Liturinn er fölgrænn og unglegur og það freyðir með mildum og þægilegum bólum. Sætur ávaxtailmur, kantalópumelónur, sætar og þroskaðar, smá ferskjur og rifsberjasulta. Í munni milt, svolítið sætt.

70%

1.990 krónur. Mjög góð kaup. Flott Prosecco fyrir þá sem vilja þau örlítið sætari en Extra Dry og Brut-vínin.

  • 7
Deila.